Innlent

Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna

Börn að leik. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Börn að leik. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Í nýlegri skýrslu frá European Child Safety Alliance (evrópskur stýrihópur um slysavarnir barna) fær Ísland hæstu einkunn (48,5 stig) fyrir frammistöðu í barnaslysavörnum samkvæmt tilkynningu frá Forvarnarhúsinu.

Einkunnin byggist á árangri og stöðumati verkefna í hverju landi fyrir sig, en alls tóku 24 EES ríki þátt í könnunni. Jafnframt er yfirlit yfir tíðni dauðaslysa á börnum í þessum löndum. Ísland er ekki á listanum en það er sérstaklega tekið fram að það sé sökum þess hve fámennt landið er.

Holland er með lægstu dauðaslysatíðni barna eða 5,8 dauðaslys á hvern 100.000 íbúa. Lettland er með hæstu tíðnina, eða 22,4 dauðaslys á hvern 100.000 íbúa.

Ef tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar, þá er dauðaslysatíðni barna hér á landi 5,1 á hvern 100 þúsund íbúa - einn sá lægsti í EES ríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×