Innlent

Sumarbústaðabruni nærri Reykjavík

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Gamall sumarbústaður skammt frá Gunnarshólma, rétt austan við Reykjavík, brann til kaldra kola undir morgun, en hann var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan sex í morgun, en bústaðurinn var alelda og að falli kominn þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar. Enginn aðgangur var að vatni í grennd við bústaðinn og var tankbíll sendur á vettvang með vatn til að ljúka slökkvistarfinu. Eldsupptök eru ókunn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×