Innlent

Nettóskuldastaðan ekki verri en í mörgum öðrum ríkjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nettóskuldastaða þjóðarbúsins sker sig engan veginn úr þegar litið er til annarra landa, segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Hann segir að þegar menn tali um að skuldir nemi 350% af þjóðarframleiðslu, eins og Morgunblaðið nefnir í dag, séu menn að tala um brúttótölu. „Svo koma eignir á móti og það skiptir máli hvernig vinnst úr þeim og hvernig greiðslur falla til og hvort við getum skipulagt þetta þannig að við getum ráðið við þetta," segir Friðrik Már. Hann nefnir danska FIH bankann sem dæmi um ágæta eign sem ekki megi gleyma þegar rætt sé um skuldastöðu ríkisins.

Friðrik Már bendir jafnframt á að Actavis og Exista standi undir um 100% af skuldum þjóðarbúsins. Það sem skipti máli sé hins vegar staða opinberra aðila og lykilfyrirtækja, svo sem fyrirtækja sem starfa á sviði samgangna og fjarskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×