Innlent

Nautakjötsinnflutningur dróst saman um tæp 70%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nautakjötsinnflutningur dróst saman um 215 tonn á fyrstu 10 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Á vefsíðu Landssambands kúabænda segir að innflutningurinn nemi 101,9 tonnum, á móti 316,3 tonnum á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn sé því 68%. Á vefsíðu Landssambands kúabænda kemur fram að innflutta kjötið sé mest hakk, en jafnframt lundir og lærvöðvar.

Þá segir að innflutningur annarra kjöttegunda hafi einnig dregist mikið saman. Á tímabilinu hafi verið flutt inn 281 tonn af alifuglakjöti, en 498 árið áður. 154 tonn voru flutt inn af svínakjöti á móti 274 tonnum á sama tímabili 2008. Þá voru flutt inn 61 kílógrömm af kindakjöti, en ekkert slíkt var flutt inn fyrstu 10 mánuði ársins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×