Innlent

Veiðistofn minni en talið var

Í fyrra veiddist síldin upp í harðafjöru á Breiðafirði og við Suðurnes.
fréttablaðið/vilhelm
Í fyrra veiddist síldin upp í harðafjöru á Breiðafirði og við Suðurnes. fréttablaðið/vilhelm
Bráðabirgða­niðurstöður rannsóknar­leiðangurs Hafrannsóknastofnunar staðfesta að sýkingin í íslensku sumargotssíldinni nær til yfir fjörutíu prósenta af stofninum. Jafnframt benda niðurstöður til þess að veiðistofninn sé minni en talið var eftir mælingar í október.

Í leiðangri Hafró, sem lauk á miðvikudag, var metið magn og útbreiðsla sumargotssíldar við Ísland. Verkefnið, sem stóð í sautján daga var unnið í samstarfi við útgerðir síldveiðiskipa, sem könnuðu hluta rannsóknasvæðisins.

Dröfn RE kannaði veiðisvæðið við Breiðafjörð auk þess sem gerð var athugun á útbreiðslu og mergð smásíldar allt frá Breiðafirði, vestur um að Öxarfirði. Síldveiðiskipin Börkur NK, Háberg EA, Faxi RE, Lundey RE og Álsey VE tóku þátt í mælingum á svæðinu frá miðjum Austfjörðum suður um að Breiðafirði.

Ástæður þess mismunar sem kom fram á stærð veiðistofnsins geta verið ýmsar; mæliskekkja og aðstæður til mælinga sem voru ekki taldar eins góðar nú og þær voru í október vegna dreifingu síldarinnar og slæms veðurs.

Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast með ástandi sýkingar í stofninum á komandi vikum í samstarfi við veiðiskip og með leiðangri í janúar.

- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×