Krummi í staðinn fyrir Svölu 4. desember 2009 05:00 Björgvin á æfingu fyrir jólatónleikana sína ásamt hljómsveitarstjóranum Þóri Baldurssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er alltaf jafnskemmtilegt og spennandi,“ segir Björgvin Halldórsson. Árlegir jólatónleikar hans í Laugardalshöll verða haldnir á morgun. Á meðal þeirra sem koma fram auk Björgvins verða Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Laddi, Savanna-tríóið og Sigríður og Högni úr Hjaltalín. Dóttir hans, Svala, verður aftur á móti fjarri góðu gamni, enda býr hún í Kaliforníu ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Steed Lord. „Hún er reyndar að koma heim um jólin en hún nær ekki þessum tónleikum. Hana langaði æðislega mikið að vera með því henni finnst svo gaman að þessu en Krummi verður bara í staðinn fyrir hana,“ segir Björgvin. Tónleikarnir í Höllinni verða tvennir og er nánast uppselt á þá báða. „Við reynum að brydda upp á nýjungum í hvert skipti með nýjum flytjendum og nýjum lögum. Ef við værum alltaf með sömu lögin væri þetta minna mál. Við erum alltaf að reyna að toppa sjálfa okkur, bæði í útlitinu og samsetningu á prógramminu, og við erum sérlega ánægð með þetta í ár,“ segir hann. Efnahagsástandið er erfitt um þessar mundir og hefur það haft sín áhrif á skipulagningu tónleikanna. „Aðföngin hafa hækkað en við erum að reyna að gera þetta sem best úr garði án þess að það komi niður á gæðunum,“ segir Björgvin og tekur fram að miðaverðið sé það sama og fyrir tveimur árum. „Ég er bara í skýjunum með þetta og hlakka mikið til.“ Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á síðunni Jolagestir.is. - fb Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Þetta er alltaf jafnskemmtilegt og spennandi,“ segir Björgvin Halldórsson. Árlegir jólatónleikar hans í Laugardalshöll verða haldnir á morgun. Á meðal þeirra sem koma fram auk Björgvins verða Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Laddi, Savanna-tríóið og Sigríður og Högni úr Hjaltalín. Dóttir hans, Svala, verður aftur á móti fjarri góðu gamni, enda býr hún í Kaliforníu ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Steed Lord. „Hún er reyndar að koma heim um jólin en hún nær ekki þessum tónleikum. Hana langaði æðislega mikið að vera með því henni finnst svo gaman að þessu en Krummi verður bara í staðinn fyrir hana,“ segir Björgvin. Tónleikarnir í Höllinni verða tvennir og er nánast uppselt á þá báða. „Við reynum að brydda upp á nýjungum í hvert skipti með nýjum flytjendum og nýjum lögum. Ef við værum alltaf með sömu lögin væri þetta minna mál. Við erum alltaf að reyna að toppa sjálfa okkur, bæði í útlitinu og samsetningu á prógramminu, og við erum sérlega ánægð með þetta í ár,“ segir hann. Efnahagsástandið er erfitt um þessar mundir og hefur það haft sín áhrif á skipulagningu tónleikanna. „Aðföngin hafa hækkað en við erum að reyna að gera þetta sem best úr garði án þess að það komi niður á gæðunum,“ segir Björgvin og tekur fram að miðaverðið sé það sama og fyrir tveimur árum. „Ég er bara í skýjunum með þetta og hlakka mikið til.“ Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á síðunni Jolagestir.is. - fb
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira