Innlent

Karpað um Icesave til tvö

Icesave-umræðan á Alþingi stóð til klukkan að verða tvö í nótt, að þingfundi var frestað. Þá voru átta þingmenn enn á mælendaskrá og verður umræðunni fram haldið klukkan hálfellefu. Þingmennirnir átta eru allir úr röðum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins hefur Gunnar Bragi Sveinsson , þingflokksformaður Framsóknarflokksins, talað mest í þessari umræðu, eða samtals í 573 mínútur, eða rúmar níu klukkustundir, og komið 229 sinnum í ræðustól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×