Innlent

Ferjurnar fara færri ferðir

Ferjan Baldur í höfninni í Stykkishólmi. Ferðum Baldurs yfir Breiðafjörðin verður fækkað um eina á viku í vetur.
Ferjan Baldur í höfninni í Stykkishólmi. Ferðum Baldurs yfir Breiðafjörðin verður fækkað um eina á viku í vetur.
„Vegna niðurskurðar á fjárveitingum og nokkurs hallareksturs er nauðsynlegt að draga saman og spara í styrkjum til almenningssamgangna sem nemur um 10 prósentum á næsta ári," segir í tilkynningu frá Vegagerðinni um styrki til almenningssamgangna.

Til stendur að spara 130-140 milljónir króna með því að ráðast í ákveðnar breytingar. Samkvæmt þeim verður meðal annars ferðum Herjólfs og Baldurs fækkað. Þá verður flugferðum sem Vegagerðin styrkir til Sauðárkróks og Höfn í Hornafirði fækkað.

Hægt er að sjá fyrirhugaðar breytingar í fylgiskjali með þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×