Erlent

Ofurbónusar enn gagnrýndir

Forseti Evrópuþingsins leggur áherslu á mál sitt þegar forsætisráðherra Svíþjóðar hafði tilkynnt um aukaleiðtogafund Evrópusambandsins í næstu viku.
nordicphotos/AFP
Forseti Evrópuþingsins leggur áherslu á mál sitt þegar forsætisráðherra Svíþjóðar hafði tilkynnt um aukaleiðtogafund Evrópusambandsins í næstu viku. nordicphotos/AFP

 Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar 20 stærstu iðnríkja heims hittust í London í gær til að undirbúa leiðtogafund ríkjanna, sem haldinn verður í Bandaríkjunum 24. og 25. september.

Evrópuríkin í hópnum notuðu tækifærið til að ítreka kröfur sínar um að dregið verði úr bónusgreiðslum til yfirmanna í bönkum. Til frekari áherslu skrifuðu fjármálaráðherrar Evrópuríkjanna sjö sameiginlega skoðanagrein, sem birtist í sænska dagblaðinu Dagens Ny­heter í gær, þar sem óhóflegar bónusgreiðslur eru sagðar hættulegar, ósæmandi og óviðunandi.

Þróunarríkin í G20-hópnum leggja hins vegar meiri áherslu á að gerðar verði breytingar á fjármálakerfinu í heiminum, þannig að fátæk ríki fái meiri áhrif innan stofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þá tilkynntu Svíar, sem fara með formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hefðu verið boðaðir á aukafund í Brussel 17. september til þess að samstilla afstöðu ríkjanna fyrir G20-fundinn. Í greininni í Dagens Nyheter gera ráðherrarnir sjö kröfur um að bankabónusar verði hreinlega bannaðir í meira en eitt ár.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×