Innlent

Kvennadeginum víða fagnað

Sigríður Mogensen skrifar
Heimasíða tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur var opnuð á kvennadeginum.
Heimasíða tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur var opnuð á kvennadeginum. Mynd/Anton Brink

Það var bleikt þema á kvennadeginum í ár. Deginum var víða fagnað í dag, en þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Heimasíða Vigdísar Finnbogadóttur var opnuð, tuttugu afrekskonur tóku á móti verðlaunum í tengslum við kvennahlaupið og Feministafélag Íslands afhenti ríkisstjórninni bleiku steinanna, hin árlegu hvatningaverðlaun félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×