Innlent

Þrír saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara

Lagt er til að þrír sjálfstæðir saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt verður fyrir stjórnarflokkana í dag. Þá er lagt til að skipaður verði sérstakur ríkissaksóknir til að fara með eftirlitshlutverk í málaflokknum.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu þetta vera nýmæli við skipan ákæruvaldsins. Í síðustu viku sagði Eva Joly rannsókn vegna bankahrunsins ganga alltof hægt og að embætti sérstaks saksóknara þyrfti meira fjármagn, fleira fólk og betri aðbúnað. Þá lagði Joly það til að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari yrði vikið úr embætti vegna vanhæfis í tengslum við rannsókn á hruni bankakerfisins, þar sem sonur hans er einn af forstjórum Exista.

Samkvæmt lögum getur dómsmálaráðherra hvorki rekið né óskað eftir að ríkissaksóknar láti af embætti, þar sem hann nýtur sömu embættisverndar og dómarar.

Eva Joly sagði í viðtali við Stöð 2 11.júní að ekki dygði að skipa sérstakan ríkissaksóknara sem færi með rannsókn bankahrunsins, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra. Embætti sérstaks saksóknara yrði að hafa fullan og óskiptan stuðning embætti ríkissaksóknara við rannsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×