Bæjarfulltrúar Kópavogs gætu fengið tveggja ára fangelsi Sigríður Mogensen skrifar 19. júní 2009 18:20 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi en hún hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Í stjórninni sitja Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag. Gunnar I. Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, er formaður stjórnarinnar. Ómar Stefánsson situr í stjórninni fyrir hönd Framsóknarflokks og Flosi Eiríksson fyrir Samfylkinguna. Jón Júlíusson situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd starfsmanna bæjarins. Fimmti stjórnarmaðurinn er Sigrún Guðmundsdóttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur grunur á að stjórnin hafi brotið 36. grein lífeyrissjóðalaganna sem fjallar um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða. Þá er grunur um að stjórn lífeyrissjóðsins hafi brotið 147. grein almennra hegningarlaga. Brot af þessu tagi geta varðað háum sektum og allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð trúnaðarbrestur milli Fjármálaeftirlisins og stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna kópavogsbæjar. Stjórnin er sökuð um að hafa beitt blekkingum og gefa Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar um lánveitingar sjóðsins, meðal annars til Kópavogsbæjar. Eftir að ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur var ekki sinnt kærði Fjármálaeftirlitið starfshætti stjórnarinnar til lögreglu. Að tillögu eftirlitsins skipaði Fjármálaráðherra sjóðnum síðan umsjónaraðila í dag. Hann tók við öllum réttindum og skyldum stjórnar og framkvæmdastjóra. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi en hún hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Í stjórninni sitja Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag. Gunnar I. Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, er formaður stjórnarinnar. Ómar Stefánsson situr í stjórninni fyrir hönd Framsóknarflokks og Flosi Eiríksson fyrir Samfylkinguna. Jón Júlíusson situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd starfsmanna bæjarins. Fimmti stjórnarmaðurinn er Sigrún Guðmundsdóttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur grunur á að stjórnin hafi brotið 36. grein lífeyrissjóðalaganna sem fjallar um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða. Þá er grunur um að stjórn lífeyrissjóðsins hafi brotið 147. grein almennra hegningarlaga. Brot af þessu tagi geta varðað háum sektum og allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð trúnaðarbrestur milli Fjármálaeftirlisins og stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna kópavogsbæjar. Stjórnin er sökuð um að hafa beitt blekkingum og gefa Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar um lánveitingar sjóðsins, meðal annars til Kópavogsbæjar. Eftir að ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur var ekki sinnt kærði Fjármálaeftirlitið starfshætti stjórnarinnar til lögreglu. Að tillögu eftirlitsins skipaði Fjármálaráðherra sjóðnum síðan umsjónaraðila í dag. Hann tók við öllum réttindum og skyldum stjórnar og framkvæmdastjóra.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira