Enski boltinn

Laursen kemur ekki meira við sögu hjá Villa

Nordic Photos/Getty Images

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir nánast útilokað að danski varnarmaðurinn Martin Laursen komi meira við sögu hjá liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Laursen er lykilmaður í vörn Villa-liðsins, en hann hefur ekki komið við sögu síðan í janúar þegar hann meiddist enn einu sinni á hnénu hefur átt það til að bregðast honum undanfarin ár.

"Martin á erfitt uppdráttar og það er litlu við það að bæta. Það er ólíklegt að hann spili meira á leiktíðinni," sagði O´Neill.

Upphaflega var talið að Laursen yrði frá í tvo mánuði vegna hnémeiðsla sinna, en ljóst er að sú spá gekk ekki eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×