Erlent

„Flögudíler“ rekinn úr skóla

Tólf ára gömlum dreng hefur verið vikið tímabundið úr skóla í Liverpool fyrir að selja skólafélögum sínum kartöfluflögur. Breska blaðið Liverpool Echo greinir frá þessu en strákurinn seldi flögupokann með fimmtíu pensa álagningu.

Í kjölfar heilsuátaks hefur krökkum í Liverpool verið bannað að koma með flögur í skólann og því um glæpsamlegt athæfi að ræða að mati skólayfirvalda. Að auki virðist strákurinn vera síbrotamaður því þetta er í annað skipti sem hann er staðinn að því að selja skólafélögum sínum óhollustu af þessu tagi.

Faðir drengsins segir framkomu skólans hneykslanlega en hann sjálfur hefur raunar verið staðinn að því að selja gotterí og gos úr sendibíl við skólalóðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×