Innlent

Ráðherra bíður dóms í málinu

Katrín Júlíusdóttir
Tjáir sig ekki um iðnaðarmálagjald fyrr en dómur liggur fyrir frá Strassborg.
Fréttablaðið/Valli
Katrín Júlíusdóttir Tjáir sig ekki um iðnaðarmálagjald fyrr en dómur liggur fyrir frá Strassborg. Fréttablaðið/Valli

„Við höfum tekið þá ákvörðun að bíða dóms í málinu," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um iðnaðarmálagjald, skatt sem lagður er á veltu iðnfyrirtækja og miðlað um ríkissjóð til Samtaka iðnaðarins.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær mun Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fljótlega fella dóm um hvort innheimta gjaldsins brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er félagsmaður í Meistarafélagi húsasmiða, sem höfðar málið.

Katrín segir að „í sögulegu samhengi" hafi umhverfið breyst en hún kjósi að tjá sig ekki nánar. Iðnaðarmálagjald er 0,08 prósent af veltu. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er áætlað að 420 milljónir króna innheimtist, sem er sama upphæð og þetta ár. -pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×