Lífið

Stórtónleikar í Vídalínskirkju

Hljómsveitin Dikta gerir sér dagamun.
Hljómsveitin Dikta gerir sér dagamun.

Þriðjudaginn 15. desember næstkomandi munu fara fram stórtónleikar í Vídalínskirkju.

Munu þar troða upp hljómsveitir og tónlistarmenn sem allir eiga það sameiginlegt að vera úr Garaðbænum. Um er að ræða hljómsveitirnar Diktu og Ourlives og tónlistarmennina Pétur Ben og Daníel Jón.

Dikta var að senda frá sér sína þriðju breiðskífu á dögunum sem heitir Get it together. Sveitin hóf feril sinn fyrir tíu árum síðan í Grunnslóla bæjarins. Önnur plata sveitarinnar Hunting for happines var valinn ein af 100 bestu plötum íslandsögunnar.

Ourlives voru að senda frá sér sína fyrstu skífu We lost the race sem hlotið hefur frábæra dóma.

Pétur Ben hefur nýlokið við að semja tónlistina fyrir Bjarnfreðarsson. En hann gaf út plötuna Wine for my weakness sem einnig rataði inná lista yfir 100 bestu plötur íslandsögunnar. Sú plata hlaut einnig íslensku tónlistarverðlaunin 2007 sem besta plata ársins.

Daníel Jón er nýliðinn í hópnum.

Húsið opnar kl 20.00 og tónleikar hefjast kl 20.30 miðaverð er 2000 krónur og fer forsala miða fram í Ilse jacobsen, Garðatorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.