Erlent

Verkfall yfirvofandi hjá British Airways

Flugliðar hjá British Airways hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall fyrir jól náist ekki samkomulag í vinnudeilu þeirra við fyrirtækið. Tekist er á um niðurskurðaráætlanir sem gera ráð fyrir fækkun flugmanna og breytingum á launasamningum.

Ef af verður hefjast verkföllin þann 22. desember og standa til 2. janúar. Flugfélagið hefur boðið farþegum sem áttu bókað far á tímabilinu að bóka á ný án kostnaðar en ljóst er að þetta setur áætlanir um einnar milljónar Breta sem hugðu á ferðalög yfir jólin í uppnám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×