Erlent

British Airways vill lögbann á verkfall

Óli Tynes skrifar
Verða þessar vélar jarðbundnar yfir jólin?
Verða þessar vélar jarðbundnar yfir jólin?

British Airways hefur farið framá að lögbann verði sett á tólf daga verkfall sem flugfreyjur þess hafa boðað frá 22 desember til annars janúar. Níu af hverjum tíu flugfreyjum félagsins studdu verkfallsboðun.

Verkfallið myndi hafa áhrif á ferðir yfir milljónar manna yfir hátíðirnar. British Airways byrjaði með því að benda verkalýðsfélaginu á galla á verkfallsboðinu og fór fram á að það yrði dregið til baka.

Þegar ekki var orðið við því var farið framá lögbann. Verkfall yrði mikið áfall fyrir félagið og kosta það milljónir sterlingspunda. Það tapar nú þegar einni komma sex milljónum punda á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×