Erlent

Fimm létust í sprengingu í Kabúl

Hamid Karzai, forseti Afganistan.
Hamid Karzai, forseti Afganistan. MYND/AP
Fimm eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun. Á meðal þeirra sem létust voru lífverðir fyrrverandi varaforseta landsins Ahmed Zhia Massoud. Sprengingin varð rétt áður en forseti landsins Hamid Karzai átti að halda opnunarræðuna á þriggja daga ráðstefnu sem ætlað er að fjalla um spillingu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×