Íslensk miðnætursól fóstrar nýtt eldsneyti 15. desember 2009 02:30 Tilraun sem tekst Jón Bernódusson er hér ásamt Ásgeiri Valhjálmssyni og Guðbjarti Einarsyni að setja í gang vél sem keyrð er á íslenskri lífdísilolíu. Tilraunarækt á svokallaðri repju hérlendis þykir lofa afar góðu. Úr fræjum plöntunnar er gerð lífdísilolía og fóðurmjöl. „Ég sé þetta þróast þannig að þetta verði viðbótartekjulind fyrir bændur sem geta framleitt eldsneyti eða matarolíu fyrir sjálfa sig og sömuleiðis fóðurmjöl. Þetta eru vörur sem annars þarf að flytja inn í landið og borga fyrir með gjaldeyri,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði Siglingastofnunar. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða sem hófst á vegum Siglingastofnunar í fyrra og er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann og nokkra bændur hér og þar um landið. Fyrsta árið var sáð repju og systurtegundinni nepju í tíu hektara og misheppnaðist sumt vegna mistaka. Á næsta ári á að taka uppskeru af fimmtíu hekturum og sumarið 2011 verða tvö hundruð hektarar lagðir undir. Gerð er tilraun með mismunandi jarðveg og aðferðir. Jón segir fyrstu uppskeruna benda til þess að afraksturinn hérlendis geti orðið um allt að þriðjungi meiri en gerist í Evrópu, eða yfir fjögur tonn á hektara. „Repjan nærist mikið á birtunni og hún er meiri hér yfir sumartímann því við erum með miðnætursólina,“ útskýrir hann. Verkefnið ber heitið Umhverfisvænir orkugjafar. Jón segir að úr um þriðjungi uppskerunnar fáist olía sem megi annars vegar sía og fá matarolíu eða hins vegar bæta í hana tréspíra og sóda og fá þannig góða lífdísilolíu sem megi nota á bæði skip og bíla í stað hefðbundinnar olíu. Úr tveimur þriðju hluta uppskerunnar er síðan hægt að gera fóðurmjöl. Jón segir verðmæti mjölsins eins vera það sama og tilkostnaðinn við ræktunina. Því megi segja að olían sé frí. Hluti af hugmyndafræðinni er að Íslendingar geti með ræktun repju orðið sjálfir sér nógir með olíu á skipaflotann. Jón segist ekki geta svarað því hvort það geti orðið raunhæfur kostur fjárhagslega séð. „Það fer eftir því hvernig stjórnvöld ætla að skattleggja. Mitt verkefni er að kalla fram umhverfisvænan orkugjafa – síðan verða stjórnvöld að meta það hvort þau ætla að skattleggja hann eða ekki,“ segir Jón og bendir á að á hverjum hektara repjuakurs bindist um sex tonn af koltvísýringi á ári. Losun koltvísýrings með brennslu þess eldsneytis sé hins vegar tvöfalt minni, eða þrjú tonn. gar@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tilraunarækt á svokallaðri repju hérlendis þykir lofa afar góðu. Úr fræjum plöntunnar er gerð lífdísilolía og fóðurmjöl. „Ég sé þetta þróast þannig að þetta verði viðbótartekjulind fyrir bændur sem geta framleitt eldsneyti eða matarolíu fyrir sjálfa sig og sömuleiðis fóðurmjöl. Þetta eru vörur sem annars þarf að flytja inn í landið og borga fyrir með gjaldeyri,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði Siglingastofnunar. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða sem hófst á vegum Siglingastofnunar í fyrra og er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann og nokkra bændur hér og þar um landið. Fyrsta árið var sáð repju og systurtegundinni nepju í tíu hektara og misheppnaðist sumt vegna mistaka. Á næsta ári á að taka uppskeru af fimmtíu hekturum og sumarið 2011 verða tvö hundruð hektarar lagðir undir. Gerð er tilraun með mismunandi jarðveg og aðferðir. Jón segir fyrstu uppskeruna benda til þess að afraksturinn hérlendis geti orðið um allt að þriðjungi meiri en gerist í Evrópu, eða yfir fjögur tonn á hektara. „Repjan nærist mikið á birtunni og hún er meiri hér yfir sumartímann því við erum með miðnætursólina,“ útskýrir hann. Verkefnið ber heitið Umhverfisvænir orkugjafar. Jón segir að úr um þriðjungi uppskerunnar fáist olía sem megi annars vegar sía og fá matarolíu eða hins vegar bæta í hana tréspíra og sóda og fá þannig góða lífdísilolíu sem megi nota á bæði skip og bíla í stað hefðbundinnar olíu. Úr tveimur þriðju hluta uppskerunnar er síðan hægt að gera fóðurmjöl. Jón segir verðmæti mjölsins eins vera það sama og tilkostnaðinn við ræktunina. Því megi segja að olían sé frí. Hluti af hugmyndafræðinni er að Íslendingar geti með ræktun repju orðið sjálfir sér nógir með olíu á skipaflotann. Jón segist ekki geta svarað því hvort það geti orðið raunhæfur kostur fjárhagslega séð. „Það fer eftir því hvernig stjórnvöld ætla að skattleggja. Mitt verkefni er að kalla fram umhverfisvænan orkugjafa – síðan verða stjórnvöld að meta það hvort þau ætla að skattleggja hann eða ekki,“ segir Jón og bendir á að á hverjum hektara repjuakurs bindist um sex tonn af koltvísýringi á ári. Losun koltvísýrings með brennslu þess eldsneytis sé hins vegar tvöfalt minni, eða þrjú tonn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira