Innlent

Eldur kviknaði í bíl á Flókagötu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn komu að logandi bíl á Flókagötu.
Slökkviliðsmenn komu að logandi bíl á Flókagötu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Flókagötu rétt fyrir klukkan tvö í dag þar sem eldur logaði í fólksbíl. Eldurinn hafði að mestu leyti verið slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og gekk þeim vel að ljúka við slökkvistörf.

Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Rauðarárstíg klukkan korter í eitt eftir hádegi. Þar hafði pottur gleymst á eldavél svo mikinn reyk lagði frá eldavélinni. Enginn eldur kom þó upp í því tilfelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×