Innlent

ESB biður framkvæmdanefndina um mat á Íslandi

Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni um málið segir að þar með sé Ísland komið yfir fyrstu hindrunina á vegi sínum í aðildarviðræðunum.

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði við blaðamenn að það væru mörg ljón í vegnum fyrir Ísland og nefndi hann sérstaklega sjávarútvegsmálin. ESB og Ísland hefðu ólíka afstöðu til þess málaflokks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×