Innlent

Sótti 47 milljónir úr Lottóinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heppinn karlmaður, sem vann tæpar 47 milljónir króna, í íslenska Lottóinu á laugardag, gaf sig fram við Íslenska Getspá í dag.

„Ungi maðurinn hafði verið að skemmta sér á föstudeginum og ákvað að koma við á N1 í Hafnarfirði á leiðinni heim aðfararnótt laugardags til að freista gæfunnar og vera með í Lottópottinum en að hans sögn spilar hann oft með og bar það svo sannarlega góðan árangur í þetta sinn, segir á vef Íslenskrar getspár. Þar kemur jafnframt fram að maðurinn hafi að vonum verið mjög ánægður og hyggist nota peninginn til þess að fara í nám, sem hann hafi ekki leyft sér fram til þessa.

„Það má því með sanni segja að vinningurinn hafi komið á góðan stað," segir á vef Íslenskrar getspár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×