Innlent

Frestur til að höfða riftunarmál lengdur

Slitastjórnir gömlu bankanna fá lengri frest en áður til að höfða mál til að fá óeðlilegum fjármálagjörningum rift, samkvæmt frumvarpi sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun. Slitastjórnirnar höfðu lýst áhyggjum af of skömmum fresti í bréfi til tveggja ráðuneyta. „Okkar mat var að það væri alveg rétt," segir Gylfi.

Slitastjórnirnar lýstu einnig öðrum áhyggjum, meðal annars af því að gloppa í lögum um varnarþing gerði það að verkum að þeir sem færðu lögheimili sín til útlanda lentu í vari fyrir riftunarmálum. Gylfi segir þetta mál lögfræðilega flókið og verði líkast til í skoðun fram yfir jól. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×