Mikil gróska í prjónaskap 25. nóvember 2009 03:00 Prjónakonur Þær Erla Sigurlaug og Ragnheiður Eiríksdóttir ætla að kenna Íslendingum þá list að prjóna. Erla gefur út bók en Ragnheiður dvd-disk. Sjá má frekari upplýsingar á síðum þeirra, blog.eyjan.is/ragnheidur og prjonaperlur.blogspot.com Fréttablaðið/Stefán Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira