Erlent

Sjö látnir í flóðum í Georgíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sjö eru látnir í miklum flóðum í norðurhluta Georgíuríkis í Bandaríkjunum en miklar rigningar hafa valdið því að Chattahoochee-áin hefur flætt yfir bakka sína, kaffært um þúsund heimili og slegið út rafmagni hjá alls 30.000 manns. Sonny Perdue ríkisstjóri bað Barack Obama forseta í gær um að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu. Þetta eru mestu flóð í Georgíu í meira en heila öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×