Innlent

Mun koma niður á starfsemi

heilbrigðisráðherra Ögmundur segir óhjákvæmilegt að skerða þjónustu í heilbrigðiskerfinu eigi markmið fjárlaga að nást.fréttablaðið/pjetur
heilbrigðisráðherra Ögmundur segir óhjákvæmilegt að skerða þjónustu í heilbrigðiskerfinu eigi markmið fjárlaga að nást.fréttablaðið/pjetur

Óhjákvæmilegt er að skerða heilbrigðisstarfsemi eigi að mæta þeim niðurskurði sem heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu er gert að gera, segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.

„Þetta er svo mikill niðurskurður að óhjákvæmilegt er að þetta komi niður á starfseminni.“ Hann segist hafa áhyggjur af stöðunni og reynt verði að ná markmiðum fjárlaga, sem meðal annars séu sett að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Verkefnið verði unnið í samvinnu við starfsfólk og notendur þjónustu.

„Við munum vinna þetta á félagslegum og lýðræðislegum nótum.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×