Erlent

Verk Martins Luther King endurútgefin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
King, hægra megin á myndinni.
King, hægra megin á myndinni. MYND/AP

Samningar hafa nú náðst milli bókaútgefandans Beacon Press og fjölskyldu blökkumannaleiðtogans Martins Luther King um að endurútgefa bækur og ýmis skrif leiðtogans sem ófáanleg hafa verið árum saman. Ætlunin er að safna öllum verkum hans saman í nokkurra binda verk undir heitinu Arfleifð King eða „The King Legacy". Yngsti sonur hans, Dexter Scott King, segir útgáfuna munu færa kynslóðum nútímans þann boðskap friðar, jafnréttis og mannlegrar reisnar sem faðir hans hafi ætíð reynt að breiða út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×