Erlent

Fellibyljavertíðin gengur í garð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Strandlengja Acapulco í gær. Fremur ókræsilegt um að litast.
Strandlengja Acapulco í gær. Fremur ókræsilegt um að litast. MYND/Reuters

Hitabeltisstormurinn Andrés geisaði við Kyrrahafsströnd Mexíkó í gær með allt að 100 kílómetra vindhraða á klukkustund. Andrés er fyrsti stormurinn sem hlýtur nafn í fellibyljavertíðinni sem nú er að hefjast við austanvert Kyrrahaf en búist er við að hann verði að fellibyl í dag samkvæmt spám fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna. Gefin hefur verið út viðvörun til smábáta og eins hafa verið gerðar öryggisráðstafanir í Lazaro Cardenas, einni af stærri vöruflutningahöfnunum við Kyrrahafsströnd Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×