Innlent

Bílvelta innanbæjar á Akranesi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Bíll valt innanbæjar í grennd við bensínstöð N1 á Akranesi fyrir um 30 mínútum. Að sögn lögreglu reyndi ökumaðurinn að sveigja hjá öðrum bíl, lenti á ljósastaur og valt af þeim sökum. Ökumaðurinn reyndist ekki slasaður og er ekki grunaður um ölvun. Bíllinn er mikið skemmdur

Að sögn íbúa sem býr í nágrenninu og sá eftirköst slyssins var aðkoman allsvakaleg að sjá. Íbúinn segir umferð um bæinn hafa verið talsverða í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×