Erlent

Grænlendingar fá aukna sjálfsstjórn

Grænlendingar fá aukna sjálfsstjórn í dag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning afhendir þeim lög sem kveða formlega á um fullveldi landsins. Þetta þýðir að Grænlendingar fá auknar tekjur af auðlindum sínum og yfirráð yfir dóms- og lögreglumálum. Grænlenska, eða Kalaallisut, verður einnig opinbert tungumál.

Grænlendingar hafa þó ekki síðasta orðið um allt er við kemur stjórn landsins, því dönsk yfirvöld munu áfram eiga lokaorðið í utanríkis- og varnarmálum Grænlands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í Nuuk, höfuðborg Grænlands til að fylgjast með afhendingunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×