Innlent

Fangageymslur fullar aðra nótt í röð

Aftur var nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt, en þar fara fram Bíladagar um helgina. Fangageymslur fylltust aðra nóttina í röð. Að sögn lögreglu var þó ekki um nein alvarleg atvik að ræða, heldur einkum minniháttar pústra, slagsmál og drykkjulæti. Engar kærur hafa verið lagðar fram eftir nóttina.

Lögregla hafði afskipti af fjórum vegna fíkniefnaaksturs og einum vegna ölvunarakstur. Eitthvað hefur verið haldlagt af fíkniefnum á Bíladögum.

Dagskrá Bíladaga hefur að sögn lögreglu gengið vel, en hinsvegar mæti stór hópur fólks sem líti á viðburðinn sem útihátíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×