
Hvað er fram undan?
En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið.
Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjákvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrinum. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleikann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós.
Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kynslóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðherbergið. Samt leið mér vel í sveitinni.
Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af.
Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálfsagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls.
Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkisstjórn, heldur við öll.
Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildarviðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki.
Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, framtíðina, börnin okkar.
Höfundur er alþingismaður.
Skoðun

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar