Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Vaduz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Þórðarson.
Stefán Þórðarson.

Vaduz tapaði í kvöld fyrir Grasshopper í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 2-0 á útivelli.

Þrír Íslendingar leika með liðinu en af þeim kom aðeins Stefán Þórðarson við sögu, sem varamaður á 78. mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson og Guðmundur Steinarsson máttu sætta sig við að vera á bekknum í þetta sinnið.

Vaduz er í neðsta sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði. Eitt lið fellur beint úr deildinni en liðið í níunda og næstneðsta sætinu fer í umspil um við lið úr B-deildinni um sæti í úrvalsdeildinni.

Það eru þó enn sjö umferðir eftir og því nægur tími enn fyrir Vaduz að bjarga sæti sínu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×