Hverjir mega brjóta lög? 5. janúar 2009 04:00 Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar