Hverjir mega brjóta lög? 5. janúar 2009 04:00 Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun