Hverjir mega brjóta lög? 5. janúar 2009 04:00 Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um úrskurði umboðsmanns Alþingis Rétt fyrir áramótin kvað umboðsmaður Alþingis upp tvo úrskurði sem vakið hafa nokkra athygli. Annars vegar taldi umboðsmaðurinn að Árni Matthiesen hafi, sem settur dómsmálaráðherra, brotið gegn góðum stjórnsýsluvenjum með því að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Hins vegar hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra brotið lög þegar hann fyrir nokkru skipaði í embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahagsskrifstofu ráðuneytis síns án auglýsingar. Hvað fyrra tilfellið varðar þá er fólk löngu hætt að kippa sér upp við það þótt ráðherrar Sjáflstæðisflokksins brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum, í því tilfelli kemur ekkert á óvart. Hitt hljóta að vera meiri tíðindi að valdamesti maður íslenska ríkissins, sjálfur forsætisráðherrann, brjóti lög. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í fréttum Ríkisútvarpsins um málið sagði forsætisráðherra að sér þætti leiðinlegt að hafa brotið lög og það yrði farið yfir málið. Settur dómsmálaráðherra kippti sér hins vegar lítið upp við úrskurð umboðsmannsins þegar fjölmiðlar leituðu álits hans. Undirrituðum fannst þó einna ahyglisverðast mat lögspekings nokkurs sem spurður álits var á framgöngu ráðherranna. Hann virtist vera þeirrar skoðunar að af tvennu illu væri framganga setts dómsmálaráðherra alvarlegri því með henni hefði hann skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Hvernig lögspekingurinn komst að þessar niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Framganga setts dómsmálaráðherra flokkast vissulega undir siðlausan nepotisma og hann braut gegn góðum stjórnsýsluvenjum en hann braut ekki lög. Hann skipaði í héraðsdómaraembætti mann sem vissulega var hæfur til að gegna því en var ekki hæfasti umsækjandinn. Forsætisráðherra braut hins vegar landslög, viðurkenndi það og fannst það leiðinlegt en taldi ekki að það kæmi til með að hafa nein alvarlegar afleiðingar. Með yfirlýsingu sinni hefur forsætisráðherra í raun sagt ríkisstjórnina úr lögum við þjóðina. Stjórnvöld hafa leyfi til að brjóta lög, almenningur ekki. Það er full ástæða til að spyrja sig á hvað leið það samfélag er þar sem sprautað er piparúða í augun á fólki sem mótmælir hruni efnahagslífsins, atvinnuleysi og eignamissi vegna þess það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi en forsætisráðherranum finnst það leiðinlegt að hafa brotið lög. Höfundur er kennari.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun