Lífið

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári

Paris Hilton og Nicky Hilton Skemmtu sér saman í Ástralíu.
Paris Hilton og Nicky Hilton Skemmtu sér saman í Ástralíu. Nordicphotos/getty

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári með mismunandi hætti. Sumar flugu til fjarlægra stranda í frí en aðrar héldu stórar veislur í boði hótela og skemmtistaða.

Systurnar Paris og Nicky Hilton héldu áramótapartí saman í Sydney í Ástralíu.

Eva Longoria Parker og eiginmaðurinn Tony Parker héldu áramótaveislu á veitingastað sínum, Beso í Hollywood. Þar var ekki mikið um stjörnur, þó létu leikkonur eins og Christina Applegate og Lindsey Price sjá sig.

Á Times Square í New York voru hjónin Hillary og Bill Clinton fengin til þess að hringja inn nýja árið ásamt borgarstjóranum Michael Bloomberg. Þá voru ýmsar bandarískar stjörnur fengnar til að skemmta, til að mynda unglingastjörnurnar Taylor Swift og Jonas brothers, auk Lionels Ritchie.

Carmen Electra og söngkonan Fergie voru fengnar til þess að vera gestgjafar hvor í sinni veislunni á Venetian-hótelinu í Las Vegas. Þangað komu meðal annars rapparinn Coolio og leikarinn David Spade.

Nýbökuðu foreldrarnir Ashlee Simpson og Pete Wentz héldu einnig veislu í Las Vegas, á næturklúbbnum Pure í Caesars Palace hótelinu. Þangað mættu hinar ýmsu raunveruleikastjörnur Bandaríkjanna.

Tony Parker og Eva Longoria Parker.
Bill Clinton og Hillary Clinton.


David Spade, Carmen Electra og Fergie
Ashlee Simpson Wentz og Pete Wentz





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.