Erlent

Sjálfsmorðsárás varð 35 að bana

Við helgidóminn Pílagrímarnir voru að undirbúa Ashura-hátíðina þegar sjálfsmorðssprengjuárásin var gerð.
Við helgidóminn Pílagrímarnir voru að undirbúa Ashura-hátíðina þegar sjálfsmorðssprengjuárásin var gerð. Nordichphoto/AP

Að minnsta kosti 35 sjía-pílagrímar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í gær, að sögn yfirvalda þar í borg. Sextíu manns hið minnsta slösuðust í sprengingunni sem varð á Kadhimiya-svæðinu, þar sem pílagrímar höfðu safnast saman fyrir helgiathöfn. Mörg fórnarlambanna voru konur og börn.

Sprengingin átti sér stað um ellefu leytið að morgni þegar pílagrímarnir voru að undirbúa Ashura-hátíðina, minningarathöfn um Imam Hussein sem var uppi á sjöundu öld. Ashura-hátíðina ber upp á 7. janúar í ár en tugþúsundir pílagríma safnast saman við helgidóminn. - kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×