Lífið

Hernám í Noregi

Myndir frá stríðsárunum ganga vel í Dani og Norðmenn. Aksel Hennie í hlutverki Max.
Myndir frá stríðsárunum ganga vel í Dani og Norðmenn. Aksel Hennie í hlutverki Max.

Norska stríðsáramyndin um hetju úr andspyrnuhreyfingunni norsku, Max Manus, var frumsýnd þann 19. desember í Noregi og hefur rakað inn seðlum. Velgengni hennar kallast á við dönsku kvikmyndina Flammen og Citronen sem gerist líka í hersettri Danmörku stríðsáranna en hana hafa yfir 750 þúsund áhorfendur séð í Danmörku.

Max Manus var fæddur 1914 og lést 1996. Hann tók þátt í andspyrnunni gegn þýska hernámsliðinu og lifði styrjöldina af, annað en þeir Flammen og Citronen sem féllu ungir menn fyrir Þjóðverjum er leið á styrjöldina. Báðar myndirnar hafa þá stöðu í kvikmyndaframleiðslu landanna að teljast dýrustu myndir sem þar hafa verið gerðar.

Kvikmyndinni Max Manus leikstýra þeir Joachim Rønning och Espen Sandberg. Handritið samdi Thomas Nordseth-Tiller. Titilhlutverkið leikur Aksel Hennie. Myndin kostaði 55 milljónir norskar. Hún rekur sögu Max frá upphafi stríðsins og allt til sumarsins 1945. Myndin hefur þegar slegið aðsóknarmet sem hin kunna brúðumynd Flåklypa Grand Prix setti fyrir mörgum árum. Þegar hafa selst yfir 400 þúsund miðar á myndina á tveimur vikum. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.