Erlent

Ný von í baráttu við skógarelda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þúsundir heimila eru í hættu í úthverfum Los Angeles.
Þúsundir heimila eru í hættu í úthverfum Los Angeles. MYND/AFP/Getty Images

Örlítið tók að kólna í veðri í Kaliforníu í gærkvöldi og gefur það slökkviliði og íbúum Los Angeles von um að draga muni úr útbreiðslu skógarelda sem nú hafa brennt tæpa 500 ferkílómetra skóglendis og ógna þúsundum heimila. Rúmlega 2.500 slökkviliðsmenn berjast við eldana en hafa enn sem komið er eingöngu náð að slökkva um fimm prósent. Slökkviliðsmaður sem CNN ræddi við sagði hugsanlegt að það tæki allt að hálfan mánuð að ráða niðurlögum eldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×