Innlent

Bíll valt skammt frá Reyðarfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Laust fyrir klukkan átta í morgun varð bílvelta á þjóðveginum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, rétt utan við þéttbýlið á Reyðarfirði. Þrír voru í bílnum og voru þeir fluttir með sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.

Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu er fólkið ekki lífshættulega slasað. Læknir upplýsti í samtali við Vísi að verið sé að sinna fólkinu og það verði til rannsóknar í dag og hugsanlega lagt inn á sjúkrahúsið.

Slökkvilið Fjarðabyggðar sendi tvo sjúkrabíla og tækjabíl á staðinn. Farþegi var fastur í bílnum en ekki þurfti að beita klippum til að ná honum út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×