Erlent

Tölvur á ruslahaugum gróðrarstía auðkennastulds

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Auðveldlega má kalla útþurrkuð gögn fram af hörðum diskum. Hugbúnaður til þess fæst ókeypis á Netinu.
Auðveldlega má kalla útþurrkuð gögn fram af hörðum diskum. Hugbúnaður til þess fæst ókeypis á Netinu.

Gamall tölvubúnaður sem er hent getur auðveldlega lent í röngum höndum og auðveldað auðkennastuld.

Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það hendir gamla tölvuræksninu. Ekki svo að skilja að rétt sé að safna upp gömlum tölvubúnaði inni í geymslu heldur er það frekar hvernig gengið er frá gömlu tölvunni sem hér er til skoðunar.

Bresku neytendasamtökin Which? segja það allt of algengt að eigandinn þurrki öll gögn út af hörðum diski tölvunnar og skilji hana svo eftir í ruslagámi. Sá hinn sami ætti þá að búa sig undir það að í kjölfarið taki greiðslukortið hans upp á því að greiða af sjálfsdáðum fyrir varning af eBay eða öðrum netverslunum, nýr sími sé pantaður í hans nafni eða til þess bær yfirvöld gefi fæðingarvottorðið hans út og sendi það einhverjum allt öðrum aðila.

Þetta er ein hlið svokallaðs auðkennastulds sem undanfarið hefur færst gríðarlega í vöxt á hinum rafrænu Vesturlöndum. Hversu algengur er hann? Breska fjársvikamiðstöðin Cifas greindi frá því að hún hefði skráð 77.500 auðkennastuldstilfelli árið 2007 og þá eru það öll óskráðu tilfellin.

Which? ráðleggja tölvueigendum að mölbrjóta harða diskinn með hamri því öll gögn sem þurrkuð eru út eru áfram finnanleg á diskinum með einföldum hugbúnaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×