Innlent

Guðrún skipuð framkvæmdastjóri LÍN

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Guðrúnu Ragnarsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins. Guðrún tekur við 1. febrúar næst komandi en skipunartími hennar er fimm ár.

Þrjátíu og fjórar umsóknir bárust um stöðuna.

Guðrún tekur við af Steingrími Ara Arasyni sem skipaður var forstjóri Sjúkratryggingastofnunar í október á seinasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×