Innlent

Býður lambalæri í fundarlaun fyrir stolið fellihýsi

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd/ Pjetur
Formaður Landsambands sauðfjárbænda býður veglegt lambalæri í fundarlaun fyrir þá sem finna fellihýsi sem stolið var af honum um síðustu helgi. Hann segir fundarlaunin afar freistandi og hefur ekki trú á öðru að fólk hafi augun hjá sér.

Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði, varaþingmaður og formaður Landsambands Sauðfjárbænda var með fellihýsið sitt í viðgerð á verkstæði í Borgarnesi og var því stolið þaðan síðustu helgi. Fellihýsið er af gerðinni Coleman Taos frá 1997 og er með númerið TP 326. Sindri segir þetta heldur bagalegt því allt útilegudót fjölskyldunnar er í fellihýsinu auk þess sem hún hafði áformað að fara til Eyja um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×