Innlent

Ók nærri á höfuð tjaldbúa við Garðskagavita

Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt.
Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt.

Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt og staðnæmdist á tjaldi eins tjaldbúans, sem vaknaði upp við bifreiðina þegar dekkið var um 20 cm. frá höfði hans.

Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bifreiðinni voru handteknir skömmu síðar af lögreglunni á Suðurnesjum og gistu fangageymslur lögreglunnar.

Farþeginn, sem einnig var ölvaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni frá tjaldsvæðinu. Þeir voru yfirheyrðir þegar áfengisvíman var runnin af þeim.

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag.  Sá er hraðast ók mældist á 141 km/klst. en hann greiddi sektina kr. 67.500 á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×