Innlent

Leiðrétting vegna fréttar um einelti

Mistök áttu sér stað við vinnslu fréttar um eineltismál í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Mistök áttu sér stað við vinnslu fréttar um eineltismál í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Í frétt sem birtist á Vísi.is í gær og fjallaði um eineltismál á Alþingi var rætt við Helgu Björk Magnúsdóttur, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti. Í niðurlagi fréttarinnar var því haldið fram að Helga væri ekki ókunnug einelti þar sem sonur hennar hefði svipt sig lífi í kjölfar eineltis.

Það mun ekki vera rétt þar sem móðir drengsins sem um ræðir heitir Ingibjörg Helga - ekki Helga Björk - en báðar starfa þær fyrir Jerico, sem eru samtök sem berjast gegn einelti.

Beðist er velvirðingar á þessum hvimleiðu mistökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×