„Ég tek ekki þátt í þessum leik“ 30. desember 2009 15:08 Guðbjartur Hannesson. Mynd/GVA Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þróun mála í Icesave málinu hafa verið afar dapurlega. Búið sé að snúa hlutunum á hvolf. Hann segist ekki taka þátt í þeim leik lengur og honum sé misboðið. Þingfundur hófst klukkan þrjú eftir að hafa verið ítrekað frestað í dag. Bréf frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya hefur valdið miklum deilum á þinginu í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að upplýsingarnar kalli á ítarlegri skoðun á Icesave málinu þar sem upplýsingum hafi verið haldið leyndum en stjórnarþingmenn segja ekkert nýtt í gögnunum. Þegar þingfundur hófst fór Guðbjartur yfir atburðarásina undanfarin sólarhring eða frá því að bréfið barst frá lögmannsstofunni. Í ljós hafi komið stofan hafi með bréfi sínu ekki haft neitt sérstakt í huga. „Það verður segja nákvæmlega eins og er að þetta hefur verið afar dapurlegur samskiptamáti því þá kom í ljós að þrátt fyrir að menn væru að ýja að þessu í þessu gögnum þá hafði stofan ekkert sérstakt í huga. Akkúrat ekkert sérstakt í huga," sagði Guðbjartur. Vinnubrögð lögmannsstofnunnar væru ekki boðleg. Þá sagði Guðbjartur að tími væri kominn til þess að ljúka málinu. „Það er gjörsamlega búið að snúa hlutunum á haus og máli og ég held að þetta sé enn eitt dæmið um að það sé kominn tími til að við förum að ljúka þessu máli því við erum farin að fjalla um sömu atriðin aftur." Tengdar fréttir Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. 30. desember 2009 11:43 Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd. 30. desember 2009 14:36 Þingfundi frestað enn og aftur Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist á Alþingi klukkan hálfþrjú, eftir ítrekaðar frestanir í allan dag. Fundur var að hefjast í fjárlaganefnd en engin niðurstaða náðist á fundi formanna flokkanna sem haldinn var í dag. Formennirnir freistuðu þess að ná samkomulagi um dagskrá þingsins án árangurs en vonast er til þess að málin skýrist eftir fund fjárlaganefndar. 30. desember 2009 13:42 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Alþingi í gíslingu Mischon de Reya Fundi er nú lokið í fjárlaganefnd og eftir því sem fréttastofa kemst næst lauk honum án niðurstöðu. Óskað var eftir því við bresku lögmannsstofuna Mischon de Reya að hún léti nefndinni í té ákveðna tölvupósta sem vísað var til í skýrslu stofunnar sem skilað var á dögunum. Biluð tölva virðist hins vegar koma í veg fyrir að það sé hægt. 30. desember 2009 14:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þróun mála í Icesave málinu hafa verið afar dapurlega. Búið sé að snúa hlutunum á hvolf. Hann segist ekki taka þátt í þeim leik lengur og honum sé misboðið. Þingfundur hófst klukkan þrjú eftir að hafa verið ítrekað frestað í dag. Bréf frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya hefur valdið miklum deilum á þinginu í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að upplýsingarnar kalli á ítarlegri skoðun á Icesave málinu þar sem upplýsingum hafi verið haldið leyndum en stjórnarþingmenn segja ekkert nýtt í gögnunum. Þegar þingfundur hófst fór Guðbjartur yfir atburðarásina undanfarin sólarhring eða frá því að bréfið barst frá lögmannsstofunni. Í ljós hafi komið stofan hafi með bréfi sínu ekki haft neitt sérstakt í huga. „Það verður segja nákvæmlega eins og er að þetta hefur verið afar dapurlegur samskiptamáti því þá kom í ljós að þrátt fyrir að menn væru að ýja að þessu í þessu gögnum þá hafði stofan ekkert sérstakt í huga. Akkúrat ekkert sérstakt í huga," sagði Guðbjartur. Vinnubrögð lögmannsstofnunnar væru ekki boðleg. Þá sagði Guðbjartur að tími væri kominn til þess að ljúka málinu. „Það er gjörsamlega búið að snúa hlutunum á haus og máli og ég held að þetta sé enn eitt dæmið um að það sé kominn tími til að við förum að ljúka þessu máli því við erum farin að fjalla um sömu atriðin aftur."
Tengdar fréttir Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. 30. desember 2009 11:43 Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd. 30. desember 2009 14:36 Þingfundi frestað enn og aftur Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist á Alþingi klukkan hálfþrjú, eftir ítrekaðar frestanir í allan dag. Fundur var að hefjast í fjárlaganefnd en engin niðurstaða náðist á fundi formanna flokkanna sem haldinn var í dag. Formennirnir freistuðu þess að ná samkomulagi um dagskrá þingsins án árangurs en vonast er til þess að málin skýrist eftir fund fjárlaganefndar. 30. desember 2009 13:42 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Alþingi í gíslingu Mischon de Reya Fundi er nú lokið í fjárlaganefnd og eftir því sem fréttastofa kemst næst lauk honum án niðurstöðu. Óskað var eftir því við bresku lögmannsstofuna Mischon de Reya að hún léti nefndinni í té ákveðna tölvupósta sem vísað var til í skýrslu stofunnar sem skilað var á dögunum. Biluð tölva virðist hins vegar koma í veg fyrir að það sé hægt. 30. desember 2009 14:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. 30. desember 2009 11:43
Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40
Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd. 30. desember 2009 14:36
Þingfundi frestað enn og aftur Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist á Alþingi klukkan hálfþrjú, eftir ítrekaðar frestanir í allan dag. Fundur var að hefjast í fjárlaganefnd en engin niðurstaða náðist á fundi formanna flokkanna sem haldinn var í dag. Formennirnir freistuðu þess að ná samkomulagi um dagskrá þingsins án árangurs en vonast er til þess að málin skýrist eftir fund fjárlaganefndar. 30. desember 2009 13:42
Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05
Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01
Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29
Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23
Alþingi í gíslingu Mischon de Reya Fundi er nú lokið í fjárlaganefnd og eftir því sem fréttastofa kemst næst lauk honum án niðurstöðu. Óskað var eftir því við bresku lögmannsstofuna Mischon de Reya að hún léti nefndinni í té ákveðna tölvupósta sem vísað var til í skýrslu stofunnar sem skilað var á dögunum. Biluð tölva virðist hins vegar koma í veg fyrir að það sé hægt. 30. desember 2009 14:08