Erlent

Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag

Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa.

Tartaglia, sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða hefur beðist afsökunar og segist ekkert muna eftir atvikinu. Árásin hefur vakið upp spurningar um öryggisgæslu forsetans en Silvio Berlusconi er vægast sagt umdeildur maður í heimalandinu og raunar víðar. Stjórnmálafræðingar eru hins vegar flestir á því að árásin eigi eftir að gagnast honum vel og að vinsældir hans muni aukast umtalsvert í framhaldinu.

Og allt verður Silvio að vopni, því vændiskonan Patrizia D'addario, sem segist hafa átt samfarir við forsetann gegn greiðslu hefur ákveðið að fresta útkomu bókar sinnar um hneykslið. Hún óskar forsetanum alls hins besta og vonar að hann nái sér sem fyrst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×