Sport

Loeb og Hirvonen í hörðum slag

Miko Hirvonen á Ford Focus flýgur í norskum skógi í dag.
Miko Hirvonen á Ford Focus flýgur í norskum skógi í dag. Mynd: Getty Images
Heimsmeistarinn Sebastian Loeb og Miko Hirvonen er í hörðum slag um sigur í norska rallinu sem lýkur á morgun. Loeb er með 15 sekúndna forskot á Hirvonen, en munurinn var um tíma aðeins ein sekúnda í dag.

"Þetta er alls ekki búið. Lengsti dagurinn er á sunnudag og ég mun berjast um sigur þar til yfir lýkur. Ég hafði ekkert meira að gefa í dag og var að aka á ystu nöf á öllum leiðum", sagði Hirvonen.

"Dagurinn í dag var erfiður og ég ruddi stundum snjónum af veginum fyrir þá sem á eftir komu", sagði Loeb, en Hirvonen gaf einmitt forystuna í gær eftir til að Loeb væri fyrstur í dag.

Staðan í dag

1. Sebastien Loeb Citroen 2:22:11.1

2. Mikko Hirvonen Ford + 15.0

3. Jari-Matti Latvala Ford + 43.2

4. Henning Solberg Ford + 2:41.3

5. Dani Sordo Citroen + 2:53.3

6. Petter Solberg Citroen + 4:50.9

7. Matthew Wilson Ford + 4:53.2

8. Urmo Aava Ford + 5:18.5

9. Mads Ostberg Subaru + 6:57.8

10. Sebastien Ogier Citroen + 9:10.2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×