Innlent

Eldur kviknaði í bíl við Rauðavatn

Vel tókst til við að slökkva eld sem kviknaði í bíl við Rauðavatn í morgun.
Vel tókst til við að slökkva eld sem kviknaði í bíl við Rauðavatn í morgun. Mynd/Kristófer
Eldur kom upp í vélarrými bíls sem var á leið út úr Reykjavík við Rauðvatn á ellefta tímanum í morgun. Ökumaður og farþegar komust út úr bílnum og náðu með aðstoð vegfarenda að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en lögregla koma á staðinn. Bifreiðin mun vera talsvert skemmd og óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×