Sport

Sainz fallinn úr leik í Dakar

Carlos Sainz yfirgaf bíl sinn eftir að hafa keyrt útaf í Dakar rallinu. Hann var í forystu á Volkswagen
Carlos Sainz yfirgaf bíl sinn eftir að hafa keyrt útaf í Dakar rallinu. Hann var í forystu á Volkswagen Mynd: AFP

Spánverjinn Carlos Sainz er hættur keppni í Dakar. Hann hefur veriið í forystu í keppninni síðustu daga á Volkswagen.

Sainz hafði verið fljótastur á sex sérleiðum í rallinu, en ók útaf á erfiðri sérleið í dag, en ökumenn fengu hvíldardag í gær, þegar þoka lagðist yfir hluta sérleiðar sem átti að aka.

Mark Miller á Volkswagen er kominn í forystuhlutverkið, de Villiers á Volkswagen er annar og Robby Gordon á Hummer þriðji. Munar 16 mínútum á fyrsta og öðru sæti, en Gordon er liðlega klukkustund á eftir forystubílnum.

Í flokki mótorhjóla er Marc Coma á KTM enn á undan Cyril Depres, en Depres var fljótastur mótorhjólamanna í dag. En Coma er með eina hálfa klukkunstund á helst keppinaut sinn og því í nokkuð öruggri stöðu.

Fjórir dagar eru enn eftir af Dakar rallinu sem ekur um Argentínu næstu daga, eftir að hafa farið fram í Chile.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×